
Bandvefslosun ° Öndun ° Jóga Nidra
Hvað er sameiginlegt með bandvefslosun og jóga nidra?
Það er sú hugmynd að: Það sem ferðast inn á við verður að ferðast aftur út.
Hvort sem það eru líkamlegir verkir, eða tilfinningar þá nálgast báðar þessar aðferðir líkamann á meðvitaðan hátt þar sem við æfum okkur að stíga inn í óþægindi innra með okkur til þess að losa um þau.
Hvað er bandvefurinn?…
Bandvefurinn er innri vefur líkamans sem tengir saman alla vöðva líkamans, þræðir sig utan um líffæri og inn á milli allra vöðvaþráða. Sjáðu hann fyrir þér eins og þrívítt fiskinet sem tengir saman allan líkaman, svo hann geti starfað sem ein heild.
Bandvefurinn er varnarveggur vöðvanna því hann er sá sem tekur fyrst á móti spennu, streitu eða sjokki. Spennan situr þar þangað til öruggt er fyrir líkaman að slaka á. En þar sem við erum sjaldan í fullkomnri slökun og laus undan öllu ytra áreiti þá heldur líkaminn oft áfram í spennuna.
Bandvefurinn bregst við þrýstingi í ákveðin tíma (pressure over time). Þannig vinnum við með hann. Við setjum nýjan þrýsting í ákveðin tíma á vefinn til þess að hann byrji að létta á spennu, leysa úr samgróningum, og skapa aukið rými og hita fyrir frumur líkamans til að eiga betri samskipti og þannig bætt efnaskipti.
Bandvefurinn ræður miklu um hreyfigetu okkar, er hann hýsir vöðva og líffæri líkamans. Þegar við byrjum að létta á spennu úr bandvefnum, sköpum við aukið rými fyrir bætta hreyfigetu, dýpra öndunarrými og bætum líkamsstöðu okkar.
Hvað er Jóga Nidra?…
Jóga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla þar sem við aðstoðum líkaman að losa dýpra um tilfinningalega spennu og aðstoðum hugann að hægja á.
Ferðalagið í jóga nidra má sjá fyrir sér eins og einskonar ferðalag frá öldugangi hafsins niður á kyrran hafsbotninn. Ólgusjónum má því líkja óstöðvandi hugsanaflóði okkar sem tekur alla okkar orku að reyna ráða við og hafsbotninum má líkja við innri vitund okkar. Kyrrðinni hið innra.
Við hægjum þannig á huganum svo við eigum auðveldara með sjá skýrar og tengjast innri kyrrð og kjarna okkar. Við þurfum ekki að ‘‘gera meira’’ heldur einungis að muna það sem við erum einmitt núna. Þann heila og fallega kjarna sem hvílir bakvið öldugang hugsananna.
Tímarnir sjálfir:
Tímarnir eru samblanda af bandvefslosun með boltum, öndun, mjúku hreyfiflæði og liggjandi leiddri djúpslökun.
Henta vel fyrir alla, á öllu getustigi í hreyfingu.
Hvar og hvenær:
Nuna Collecive Studio
Fiskislóð 75, 101 Reykjavík
6. vikna námskeið
17. maí - 21. júní
Miðvikudaga klukkan 11.00-12.30
Verð:
21.000.-