
HVAÐ ER HUGAROP?
Lífið er í sífellri umbreytingu. Skapaðu rými til að hægja á og finna sátt í miðju ferðalagi þess.
HugarOp býður rými fyrir einstaklinginn til þess að uppgvöta þá ævintýralegu veröld sem innra með honum býr.
Með yfir 10 ára reynslu sem hreyfi, jóga og hugleiðsluleiðbeinandi hefur nálgun mín ávallt að verið sú að skapa rými fyrir einstaklingin til að dýpka innri sjálfsvitund, lestur í eigið taugakerfi og þannig efla sjálfsmildi.
Ég heiti Arna Rín og stend á bakvið HugarOp. Undanfarin ár hef ég lagt djúpa áherslu að að styðja við konur í undirbúningsferli fæðingar sem meðgöngukennari enda sjálf þriggja barna móðir. Ég miðla einnig áfram mætti bandvefsnudds og slökunarjóga þar sem þau eru öflug tól til að öðlast dýpri tengsl og lestur á taugakerfið og læra þannig að endurskrifa samband okkar við lífið og tilveruna.
Mín uppáhalds mantra er:
It’s not happiness that makes us grateful,
it’s gratefulness that makes us happy.
Bakgrunnur:
2023:
- Bandvefsnudd og hreyfifærni kennaranámskeið hjá Happy Hips
- Sérhæfður styrktarþjálfi/leiðbeinandi fyrir barnshafandi og mæður hjá Pregnancy & Postpartum Athleticism
2021:
- Kennararéttindi í Kinected Pilates (mat pilates) við Kane School NY.
2020:
Reiki heilun 1 & 2 hjá Heilsumeistaraskólinn
2018:
- Kennararéttindi í Jóga Nidra fyrir börn frá Amrit Yoga Institute
- Framhaldsréttindi í Jóga Nidra við Amrit Yoga Institute (100hr)
- Framhalds jógakennararéttindi (200hr) Meditation in Motion við Amrit Yoga Institute
2016:
- Kennararéttindi í Jóga Nidra við Amrit Yoga Institute (100hr)
2015:
- Kennararéttindi í Amrit Yoga Method (I AM) við Amrit Yoga Institute (200hr)
- Krakkajóga kennararéttindi á vegum Jógasetursins
2014:
- Útskrifaður Heilsumarkþjálfi frá Institute of Integrative Nutrition
- Kennararéttindi í Kundalini Jóga frá IKYTA Association á vegum Jógasetursins (220hr)

HVAÐ ER Í BOÐI?
JÓGA & STYRKTARTÍMAR
Jóga tengir okkur við innri veröld okkar. Það er leið til þess rannsaka innri líðan okkar í gegnum öndun og hreyfingu.
BANDVEFSNUDD
Bandvefurinn er eitt af skynlíffærum líkamans. Þegar við vinnum með bandvefinn erum við í beinum samskiptum við taugakerfið okkar.
HEILUN, HUGLEIÐSLA & LEIDD DJÚPSLÖKUN
Hugleiðsla er leið til þess að skapa dýpri meðvitund í eigin lífi.
Því oftar sem við gefum okkur rými til þess hægja á huganum lærum við að beina honum þangað sem við viljum styrkja og efla lífið okkar.
VINNUSTOFUR
Það er gullin þekking að geta lesið skýrt í skilaboð líkama síns og kunna að stíga inn í vellíðan.
Lærum að hlúa betur að langtíma heilbrigði líkamans með hinum ýmsu iðkunum.
VIÐBURÐIR
Hugleiðslustund, tónheilun og skemmtilegar samkomur. Fylgstu með næstu viðburðum á döfinni.
EINKATÍMAR
Vilt þú fá einstaklingsmiðaða nálgun til að aðstoða þig á þeirri vegferð sem þú ert?
Hafðu samband!
HVAÐ HEFUR FÓLK AÐ SEGJA?
Arna er með einstaklega góða og hlýja nærveru. Hún hefur góða þekkingu á jóga og byggir tímana sína vel upp. Ég hef farið í meðgöngujóga, mömmujóga, jóga flæði og jóga nidra hjá Örnu og finnst allir tímarnir frábærir. Ég geng út úr þeim endurnærð og líður mjög vel. Þegar ég sótti fyrst tíma hjá Örnu fann ég að hún hefur mikla ástríðu fyrir jóga og það smitar út frá sér.
— Áslaug Björk
Besta lýsingarorðið yfir meðgöngujógatímana hjá Örnu er bara Yndislegt.
Ég vissi að hún væri góður kennari en hún náði samt að koma mèr á óvart í fyrsta tímanum mínum.
Manni líður svo vel og maður er bókstaflega endurnærður eftir hvern tíma hjá henni.
— Stella Karen
HugarOp Instagram
Hafðu samband.
hugarop@hugarop.is
+354 868 8493