FLÆÐI OG FORM ° ör-vinnustofa

Kvenlíkaminn hefur þá einstöku uppbyggingu að vera bæði stöðugur (að geta staðið upp og gengið) ásamt því að hafa sérstakan hreyfanleika (getuna til þess að geta opnað sig og gefið eftir fyrir barnseignir).

Á þessari örvinnustofu ætlum við að fræðast stutt um hvernig við getum stuðst við þessa einstöku uppbyggingu okkar með öndun og hreyfingu.

Hér liggur áherslan að upplifa í eigin líkama.

Við ferðumst því í gegnum hreyfitíma, blöndu af pilates æfingum sem færir okkur stöðugleika/form og styrk í líkamanum ásamt mjúku hreyfiflæði þar sem við sköpum rými fyrir opnun inni í líkamanum og eftirgjöf.
Við ljúkum síðan stundinni á nærandi leiddri djúpri slökun þar sem líkami og öndun fá tækifæri til þess að sleppa takinu og endurhlaða sig.

Að þekkja líkama sinn skapar stærra rými fyrir sjálfsmildi.

Kennari er Arna Rín, stofnandi HugarOp.

Arna er tveggja barna móðir. Hún er menntaður heilsumarkþjálfi, pílates kennari, jógakennari, hugleiðslu-, og nidra kennari fyrir fullorðna og börn.

Hún stundar nám sem sérhæfður styrktarþjálfi fyrir barnshafandi konur og mæður til þess að aðstoða þær við að mæta nýjum kafla líkama síns og að læra að skapa dýpra mildi í gegnum allar þær breytingar sem eiga sér stað.

Arna hefur gríðarlega ástríðu fyrir öllu sem viðkemur fæðingum og móðurhlutverkinu og hefur til margra ára starfað sem meðgöngujógakennari. Áhugi hennar dvelur í því að dýpka skilning og þekkingu á innri veröld mannverunnar og líkama.

Hvar og hvenær:

Nuna Collective Wellness Studio, Fiskislóð 75, 101 Reykjavík

Sunnudagur 5. mars 2023

12.00-13.30

Verð: 2.900.-