Vertu velkomin á vinnustofu um heilbrigða hreyfingu fyrir konur.

Í þessari vinnustofu skoðum við anatómíu kvenlíkamans og lærum að beita okkur á hátt sem er nærandi fyrir kvenlíkaman.

Það er tímabært að við lærum að beita okkur á þann hátt sem þjónar okkar eigin líkama.

Í vinnstofunni:

  • Lærum við að þekkja betur inn á eigin líffræði og líkamsstarfssemi.

  • Skoðum við núverandi líkamsstöðu og líkamsbeitingu og hvað má gera til þess að líða betur í eigin líkama.

  • Gerum við æfingar sem hjálpa okkur að styðja við góða líkamsbeitingu.

  • Ferðumst við í gegnum hreyfiflæði og djúpslökun sem skapar dýpri vitund í eigin líkama.

  • Lærum við að aðlaga þessa þekkingu að öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Hvort sem það viðkemur hreyfingu eða daglegum verkum.

Kennari er Arna Rín stofnandi HugarOp.

Arna er tveggja barna móðir. Hún er menntaður heilsumarkþjálfi, pílates kennari, jógakennari, hugleiðslu-, og nidra kennari fyrir fullorðna og börn. Arna hefur gríðarlega ástríðu fyrir öllu sem viðkemur fæðingum og móðurhlutverkinu og hefur til margra ára starfað sem meðgöngujógakennari. Áhugi hennar dvelur í því að dýpka skilning og þekkingu á innri veröld mannverunnar og líkama.

Hvar og hvenær:

Nuna Collective Wellness Studio, Fiskislóð 75, 101 Reykjavík

Sunnudagur 16. október 2022

10.00-13.00

Verð: 9.900.-