
HjartaRými - Viðburður
° MJÚKT HREYFIFLÆÐI ° NIDRA ° GONG ° KRISTALSKÁLAR °
Losaðu um spennu og búðu til rými fyrir mýkt, léttleika og slökunarástand í líkama og huga.
Samveran hefst á mjúku, hægu hreyfiflæði þar sem við öndum inn í líkamann, hreyfum okkur mjúklega og látum hann vita að nú sé öruggt tækifæri til að losa um spennu og létta á þyngslum.
Við tekur Jóga Nidra.
Jóga Nidra er liggjandi leidd hugleiðsla sem tekur okkur djúpt inn á svið undirvitundarinnar. Við hægjum á heilabylgjum svo kyrrðin milli hugsana eykst. Við það skapast rými til þess að brjóta upp gömul munstur og planta nýjum nærandi fræjum í lífið okkar.
Í lokin njótum við hljóms kristalskála og Gongs. Hljómur þeirra hefur lengi verið notaður til þess að stilla inn á líkama og orkusvið hans. Hljómurinn skapar víbring innra með okkur og kemur hreyfingu á það sem situr fast líkt og tilfinningar og gömul munstur sem þjóna okkur ekki lengur.
Líkaminn er að mestu leiti vökvi. Við getum séð hvernig hljómvíbringur kemur hreyfingu á vatn. Slíkt getur átt sér stað innra með líkamanum. Við hreyfum við gömlum tilfinningum og hjálpum þeim að hreinsast út. Þannig búum við til nýtt rými fyrir nærandi orku til að fylla líkaman að nýju.
Leiðbeinendur:
Arna Rín, stofnandi HugarOp
Brynja Gunnarsdóttir jóga- og hugleiðslukennari.
Hvar og hvenær:
Jógasetrið, Skipholti 50c, 105 Reykjavík
Sunnudagur 31. október 19:00 - 20:30
Aðgangseyrir: 3500.-