
° Hugleiðsluhringur ° Ásetningur fyrir nýtt ár ° Trylltur dans ° Djúpslökun ° Tónheilun
Síðasta athöfn ársins 2021
Við heiðrum eiginleika eldsins í hugleiðslu og trylltum dansi.
Við komum saman í hugleiðsluhring, köfum djúpt í innri veröld líkamans og þökkum því gamla sem hefur þjónað okkur en er nú tímabært að sleppa takinu á.
Sköpum okkur nýjan kjarnaásetning til að taka með okkur inn í nýtt ár og nýtt upphaf.
Við stígum inn í þerapískan dans þar sem við hristum af okkur gömlu munstrin, spennu og gamla þykka leðrið sem er vert að sleppa takinu á og bjóðum hið nýja velkomið.
Í lokin leggjumst við niður í djúpa jóga nidra hugleiðslu og hljómheilun. Leyfum nýja ásetningnum að taka sér rótfestu í hjartað.
HVAR:
Dansverkstæðið (stóri salurinn) Hjarðarhaga 47, 101 Reykjavík
HVENÆR:
30. Desember 20.00-21.30
VERÐ: 3300.-