Vertu velkomin í 8 vikna ferðalag í hópi kvenna á sömu vegferð og þú.
Í okkar daglega rythma er ýmislegt sem heldur taugakerfinu á varðbergi. Í því ástandi göngum við á orkuforða/hleðslu líkamans fram yfir að byggja orku.
Við mótumst sterkt af umhverfi okkar og venjum. Þegar við sjáum skýrt hvar orkuleki á sér stað í umhverfi okkar eigum við auðveldar með að taka ábyrð, gera breytingar stíga út úr hringiðu orkuleka.
Hér tökum við fókusinn af ytri aðstæðum og ‘‘áhöldum’’ fyrir heilsuna okkar og lærum um þarfir líkamans svo taugakerfið geti stigið út úr 'hættuástandi yfir í græðandi ástand.
Við lærum einfaldar leiðir til að hlúa að taugakerfi okkar, skapa öryggi í því og skýra stefnuna okkar í gegnum nýjar venjur, iðkanir og breytt hugsanamynstur.
Innri uppspretta byggir á orðinu róttæk ábyrgð. Fyrir mér þýðir róttæk ábyrgð að vera tilbúin að skoða hvar við erum að leka frá okkur orku, eyða orku í það sem nærir ekki líkama og sálina okkar og skilja betur tungumálið og skilaboðin sem líkaminn sendir okkur.
Öll sköpun fæðist frá orku.
Allt sem við sköpum þarfnast orku, andlegrar og líkamlegrar (ATP framleiðslu frá hvatberum frumna). Hér fókusum við á að hlaða líkaman af orku á hátt sem er nærandi fyrir okkur og taugakerfið okkar.
Ferðalagið skiptist í þrjá fasa:
RÆTUR - STRÚKTÚR -FLÆÐI
Fjallað verður meðal annars um:
Grunnþarfirnar okkar
Taugakerfið
Bandvefurinn
Iðkanir sem byggja upp orku og skýra stefnu
Hvað er innifalið:
Vikulegir netfundir Í 8 vikur á skype (1-1.5 klst hver fundur)
Aðgangur að innra kerfi með upptökum og upplýsingum í 12 vikur
Samfélag og stuðningur hóps (speglun í minni hóp)
Bókalestur á tveimur sérvöldum bókum sem partur af námskeiðsefni
Hvenær:
16. maí - 4. júní
Fundir fara fram á föstudögum klukkan 11:00
Verð: 25.000.-
Ertu tilbúin í ferðalagið?