
Vertu velkomin á vinnustofu um kvenlíkaman.
Öðlumst dýpri þekkingu um eigin líkama.
Við ætlum að skoða uppbyggingu kvenlíkamans og hvernig við getum stutt við langtíma heilsu hans á öllum stigum lífsins. Mjaðmagrindin er undirstaða frjósemiskerfis kvenlíkamans. Við ætlum að skoða hvernig við getum stutt betur við það svæði og skoðum hvers vegna klassískar grindarbotnsæfingar eru ekki einn staðall fyrir allar konur.
Í vinnstofunni:
Lærum við að þekkja betur inn á eigin líffræði og líkamsuppbyggingu
Skoðum við núverandi líkamsstöðu og líkamsbeitingu og hvernig það tvennt getur haft áhrif á langtíma heilsu.
Ræðum við grindarbotninn og hvers vegna klassísku kegels æfingarnar eru ekki ein stærð/æfing sem hentar öllum og hvað má gera í staðinn.
Skoðum við vandamál líkt og legsig, þvagleka, kviðslit, ójafnvægi í vöðvum grindarbotns og hvað við getum gert til þess að skapa betri stuðning í vöðvunum og betri líðan.
Skoðum við öndunarmunstur okkar og hvað við getum gert til þess að skapa betri stuðning fyrir líkaman.
Gerum við æfingar sem hjálpa okkur að styðja við góða hreyfigetu og styrk líkamans og lærum að lesa í eigin líkama og skilaboð.
Þetta er þekking sem við getum síðan tekið með okkur í alla þætti lífsins, vinnuna, líkamsræktina og dagleg verk.
Kennari er Arna Rín stofnandi HugarOp.
Arna er tveggja barna móðir. Hún er menntaður heilsumarkþjálfi, pílates kennari, jógakennari, hugleiðslu-, og nidra kennari fyrir fullorðna og börn. Arna er að mennta sig sem sérhæfður styrktarþjálfi fyrir barnshafandi og mæður.
Arna hefur gríðarlega ástríðu fyrir öllu sem viðkemur fæðingum og móðurhlutverkinu og hefur til margra ára starfað sem meðgöngujógakennari. Áhugi hennar dvelur í því að dýpka skilning og þekkingu á innri veröld mannverunnar og líkama.
Hvar og hvenær:
Nuna Collective Wellness Studio, Fiskislóð 75, 101 Reykjavík
Sunnudagur 13. nóvember 2022
10.30-13.30
Verð: 9.900.-