
Vertu velkomin á vinnustofuna Móður Mildi
Í þessari vinnustofu skoðum við einstöku uppbyggingu kvenlíkamans og þær breytingar sem eiga sér stað í líkamanum á meðgöngu og við barnsburð.
Kvenlíkamin ferðast í gegnum ýmis kaflaskipti í gegnum ævina, frá kynþroska, í gegnum barnseignir, brjóstagjöf og tíðahvörf.
Það er því eðli líkamans að breytast og í þessari vinnustofu ætlum við að skoða hvaða breytingar geta átt sér stað og hvernig við getum stutt sem best við eigin uppbyggingu okkar sem konur í síbreytilegum líkama.
Að þekkja líkama sinn skapar stærra rými fyrir sjálfsmildi.
Við lærum að heiðra og vinna með líkamanum í stað þess að vinna gegn honum til þess að standa undir hugmyndum okkar og annarra um kvenlíkaman.
Í vinnstofunni:
Lærum við að þekkja betur inn á eigin líffræði og líkamsstarfssemi sem konur.
Skoðum algengar breytingar í líkamanum við barnsburð.
Öðlumst tól til þess að styrkja og styðja við langtíma heilsu kvenlíkamans.
Gerum við æfingar sem hjálpa okkur að styðja við góða líkamsbeitingu til lengri tíma.
Ferðumst við í gegnum hreyfiflæði og djúpslökun sem skapar dýpri vitund í eigin líkama.
Lærum við að aðlaga þessa þekkingu að öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Hvort sem það viðkemur hreyfingu eða daglegum verkum.
Kennari er Arna Rín, stofnandi HugarOp.
Arna er tveggja barna móðir. Hún er menntaður heilsumarkþjálfi, pílates kennari, jógakennari, hugleiðslu-, og nidra kennari fyrir fullorðna og börn.
Hún stundar nám sem sérhæfður styrktarþjálfi fyrir barnshafandi konur og mæður til þess að aðstoða þær við að mæta nýjum kafla líkama síns og að læra að skapa dýpra mildi í gegnum allar þær breytingar sem eiga sér stað.
Arna hefur gríðarlega ástríðu fyrir öllu sem viðkemur fæðingum og móðurhlutverkinu og hefur til margra ára starfað sem meðgöngujógakennari. Áhugi hennar dvelur í því að dýpka skilning og þekkingu á innri veröld mannverunnar og líkama.
Hvar og hvenær:
Nuna Collective Wellness Studio, Fiskislóð 75, 101 Reykjavík
Sunnudagur 19. febrúar 2023
10.00-13.00
Verð: 9.000.-