Þinn Innri Eldur - Kjarnastyrkur og Tónheilun

Jóga ° Pílates ° Öndun ° Tónheilun

Líkaminn er heill organismi, ein heild, þar sem hver hluti hans hefur áhrif á annan. Þegar við hugum að því að virkja og styrkja kjarnavöðva líkamans lærum við að beita okkur betur, eflum heildarstöðugleika hans og innri styrk.

Tímarnir eru blanda af styrkjandi jógaæfingum, pílates æfingum og viðeigandi öndunaraðferðum. Hver tími endar með tónheilun þar sem líkaminn gefur djúpt eftir inn í heilandi víbring kristalskála.

Í hverjum tíma lærum við aðeins meira um anatómíu líkamans til þess að færa okkur betri skilning um starfssemi eigins líkama. Þú ert þinn öflugasti leiðbeinandi.

Hvar og hvenær:

Dansverkstæðið
Hjarðarhaga 47, 101 rvk.

4. vikna námskeið hefst 16. ágúst - 8. sept (4.vikur)

Mánudaga og miðvikudaga klukkan 12.00-13.00

19.000.-