Veldu sjálfa þig og skapaðu þín eigin ævintýri, án afsakana.

Það er ótrúlegur máttur í því að velja sjálfa sig, alltaf.

Að velja að taka áhættuna

Að velja langanir sínar

Að velja að standa með ákvörðun sinni

Að þora að stækka sig og setja gamlar hugmyndir um sig í efa

Hver annar á að velja ÞIG alla þína ævi?

Langar þig að..

 
 

Skapa dýpri sátt við sjálfa þig og þora að taka meira pláss?

Við skoðum saman hvaða rótgrónu hugsana munstur þú hefur um þig sjálfa og hvernig þau hafa áhrif á allar þínar ákvarðanir í lífinu. VIð lærum að gera breytingar á þessum munstrum og sköpum ný og nærandi munstur.

Öðlast tól til þess að stíga upp úr hringiðu neikvæðra hugsana?

Við upplifum það öll. Það er hluti af því að vera mennskur. Það er varnar mechanismi líkamans að vera á varðbergi og efast. Hér skoðum við hvað við getum gert til þess að rísa upp úr þessum endalausa hring ef að við upplifum eins og hann sé að yfirtaka líf okkar og draga úr mætti okkar til þess að vaxa.

Læra aðferðir til þess að skapa leiser fókus í lífi þínu og sjá það blómstra sem þú nærir?

Skoðum hvert óþarfa athygli ferðast og hvert við erum að leka orkunni okkar. Við skoðum einnig gömul hugsanamunstur sem eiga til að valda því að við sækjumst staðfestingar utan við okkur áður en við þorum að taka skrefið.

 

Tileikna þér öndunaræfingar og djúpslökunaraðferð sem styrkja þína andlegu og líkamlegu hlið?

Í þessari samvinnu notum við öndunaræfingar og djúpslökunaraðferðir til þess að skapa dýpri tengingu inn á við.

Ræturnar, öryggið okkar og traustið liggur innra með þér. Þú þarft einungis að muna hver þú ert.

Læra aðrar leiðir til þess að skapa öryggi í eigin líkama og staðfestu í orðum?

Að upplifa öryggi í eigin líkama er grunnur þess að geta blómstrað í öðrum pörtum lífs okkar. Við stígum úr streituástandi yfir í að þekkja hvað veitir okkur öryggi…..

Öðlast dýpri líffræðilega þekkingu um eigin kvenlíkama?

Að þekkja líkama sinn er grunnur þess að geta tekið ákvarðanir sem næra og þjóna manni vel.

Líffræðileg þekking á kvenlíkamanum er vanmetin er við konur fáum oft ráðleggingar sem þjóna ekki kvenlíkamanum.

Að hafa tólin og getuna til þess að greina á milli ráðlegginga sem þjóna og næra okkur sem konur inn að beini er gullin þekking og nýtist okkur í öllu því sem viðkemur daglegu lífi.

Heilsan okkar er rótin í nærandi lífi.