
Vertu velkomin á vinnustofuna: Kvenlíkaminn í dýpra jafnvægi
Lærum að vinna með kvenlíkama okkar og að skilja hvað hann þarf til þess að þrífast og viðhalda langtíma heilsu. Lærum að lesa í skilaboðin sem líkaminn er sífellt að senda okkur, koma þeim tilfinningum og skynjunum í orð og fylgja þeim eftir.
Það er ekki ein formúla sem hentar fyrir alla, hvaða tímabil sem er á lífsleiðinni. Lærum að þekkja hvað líkami okkar þarf að hverju sinni til þess að viðhalda jafnvægi.
Kvenlíkaminn hefur sína einstöku líkamsbyggingu hannaða í kringum frjósemiskerfi sitt.
Er við skiljum betur líkamsstarfssemi kvenlíkamans getum við byrjað að mæta líkamanum með meiri skilning.
Í þessari vinnustofu skoðum við anatómíu kvenlíkamans og lærum um nærandi hreyfingu fyrir kvenlíkaman.
Þessi vinnustofa er bland í poka af fræðslu um kvenlíkaman, öndun, hreyfiflæði, æfingum, bandvefslosun og leiddri djúpslökun.
Í vinnstofunni:
Lærum við að þekkja betur inn á eigin stoðkerfi og líkamsstarfssemi. Fræðumst um beinauppbyggingu, vöðva, vefi, áhrif öndunar, streitu og hvíldar á kvenlíkama okkar.
Gerum skemmtilegar og óvenjulegar æfingar sem hjálpa okkur að styrkja líkamsvitundina okkar og finna hvað líkami okkar þarf til þess að þrífast vel og viðhalda góðu innra jafnvægi.
Ferðumst við í gegnum hreyfiflæði sem skapar dýpri vitund í eigin líkama.
Lærum við að aðlaga þessa þekkingu að öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Hvort sem það viðkemur hreyfingu eða daglegum verkum
Kennari er Arna Rín stofnandi HugarOp.
Arna er tveggja barna móðir. Hún er menntaður heilsumarkþjálfi, pílates kennari, jógakennari, styrktarþjálfi fyrir barnshafandi og mæður, hugleiðslu-, og nidra kennari fyrir fullorðna og börn. Arna hefur gríðarlega ástríðu fyrir öllu sem viðkemur fæðingum og móðurhlutverkinu og hefur til margra ára starfað sem meðgöngujógakennari. Áhugi hennar dvelur í því að dýpka skilning og þekkingu á innri veröld mannverunnar og líkama.
Hvar og hvenær:
Nuna Collective Wellness Studio, Fiskislóð 75, 101 Reykjavík
Sunnudagur 14. maí 2023
11.00-14.00
Verð: 9.000.-
Heitt te á könnunni og allur búnaður til staðar <3