
Vertu velkomin á vinnustofuna: Kvenlíkaminn - Dýpri þekking
Kvenlíkaminn hefur sína einstöku líkamsbyggingu hannaða í kringum frjósemiskerfi sitt.
Þessi vinnustofa er bland í poka af fræðslu um kvenlíkaman, öndun, hreyfiflæði, æfingum, bandvefslosun og slökun.
Í vinnstofunni:
Fræðumst við um stoðkerfi kvenlíkamans, djúpvöðvakerfið, tengsl þindar og grindarbotns og margt fleira.
Lærum við um bandvefinn og hvaða áhrif hann hefur á heilsu líkamans. Við gerum ýmsar æfingar til þess að skapa ný munstur í bandvefnum með spennulosun.
Ferðumst við í gegnum hreyfiflæði.
Vinnustofan færir okkur tól til þess að skilja betur eigin uppbyggingu og hvað við getum gert til þess að styðja við vellíðan í eigin líkama.
Kennari er Arna Rín stofnandi HugarOp.
Arna er tveggja barna móðir. Hún er menntaður heilsumarkþjálfi, pílates kennari, jógakennari, styrktarþjálfi fyrir barnshafandi og mæður, hugleiðslu-, og nidra kennari fyrir fullorðna og börn. Arna hefur gríðarlega ástríðu fyrir öllu sem viðkemur fæðingum og móðurhlutverkinu og hefur til margra ára starfað sem meðgöngujógakennari.
Hvar og hvenær:
Nuna Collective Wellness Studio, Fiskislóð 75, 101 Reykjavík
Sunnudagur 15. okt 2023
11.00-14.00
Verð: 8.500.-
Heitt te á könnunni <3