
Hvað er primal hreyfing?
Primal hreyfing er einfaldlega hreyfing á hátt sem líkaminn krefst af okkur að við notum hann í daglegu lífi. Hreyfing á hátt sem við erum hönnuð til þess að beita okkur og nýta líkaman.
Á þessari vinnustofu förum við djúpt yfir þrjár grunn hreyfingar líkamans, hinge, squat og hreyfifærni brjósthols til þess að vinna á móti þeirri samþjöppun sem á sér stað í brjóstholi og mjaðmagrind vegna langrar kyrrsetu og stöðnunar í daglegu lífi.
Við fræðumst einnig um öndun og taugakerfið, flökkutaugina og hvernig við getum notað bandvefslosun til þess að ‘decompressa’ samþjöppuð svæði og létta á krónískri spennu í vöðvum.
Er við sköpum rými í samþjöppuðum svæðum og virkjum stóru vöðvakeðjurnar okkar þá styðjum við við öll önnur líkamakerfi líkt og blóðrásina, sogæðakerfið og taugakerfið sem eru grundvöllur heilbrigðs líkama. Þegar spenna þrengir að þessum kerfum geta óþæginleg einkenni farið að gera vart við sig.
Við sköpum rými og góðan stuðning í líkamanum til þess að þessar innri ‘ár’ hans flæði vel og óhindrað.
° Innifalið í verði er sett af nuddboltum (Yoga Tune Up Therapy Balls - Plus Balls).
° Vinnustofu fylgja myndbönd með samantekt á æfingum og nuddi sem farið var yfir.
Hvar og hvenær:
Nuna Collective Wellness Studio, Fiskislóð 75, 101 Reykjavík
Sunnudagur 26. maí 2024
11.00-14.30
Verð: 12.500.-
Heitt te á könnunni <3