
Innri Uppspretta - Einkatími
Langar þig að uppfæra gömul munstur og gera meðvitaðar breytingar í eigin lífi? Á hátt sem er nærandi fyrir líkama og taugakerfi.
Við mótumst sterkt af umhverfi okkar og venjum. Þegar við sjáum skýrt hvar orkuleki á sér stað í umhverfi okkar eigum við auðveldar með að taka ábyrð, gera breytingar og stíga út úr hringiðu orkulekans.
Hér tökum við fókusinn af ytri aðstæðum og ‘‘áhöldum’’ fyrir heilsuna okkar og skoðum grunnþarfir líkamans og hvar við getum betur mætt þeim svo taugakerfið geti stigið út úr hættuástandi yfir í græðandi ástand.
Stundum þurfum við einungis að læra að fínstilla hlustunina á líkaman og þekkja tungumálið sem hann tjáir sig við okkur.
Í einkatímum skoðum við líkaman sem heilan organisma og það ójafnvægi sem kann að vera til staðar í líkamanum.
