Innri Uppspretta - Einkatími

Langar þig að uppfæra gömul munstur og gera meðvitaðar breytingar í eigin lífi?

Á hátt sem er nærandi fyrir líkama og taugakerfi.

Kjarni hvers tíma

 
 

Fræði Jóga Nidra kenna okkur að einstaklingurinn sér oft lífið í gegnum gamlar linsur, linsur litaðar af fyrri sársauka og tilfinningum sem sitja enn í vöðvaminni og vefjum líkamans.

Oft þarf ekki nema einstaka hugsun, upplifum, atvik eða ákveðna beitingu líkamans til þess að endurvekja þær gömlu tilfinningar, spennuna og streituna sem situr enn í líkamanum.

Er við byrjum loks að létta á líkamlegu spennunni og tilfinningafarginu sem situr í líkama og orkusviði byrjum við að vaxa umfram gamla þægindarammann og getum farið að skapa okkur nýjan nærandi farveg, áreynslulaust.