Einkatími

Einkatími

Ég býð upp á einstaklingsmiðaða kennslu í bandvefsnuddi, leidda djúpslökun og persónulega fræðslu um taugakerfið og hvernig má vinna með hin ýmsu tól til að styðja við langtíma heilbrigði líkamans.

Þú ert þinn öflugasti heilari..

Stundum þurfum við einungis að læra að fínstilla hlustunina á líkaman og þekkja tungumálið sem hann tjáir sig við okkur.

Í einkatímum skoðum við líkaman sem heilan organisma og það ójafnvægi sem kann að vera til staðar í líkamanum.

Fræðsla um taugakerfið, áhrif þess á okkur og líkamsstarfsemina. Lærum að styrkja róandi hluta þess.

Kjarni hverrar meðferðar og einkatíma

 
 

Fræði Jóga Nidra kenna okkur að einstaklingurinn sér oft lífið í gegnum gamlar linsur, linsur litaðar af fyrri sársauka og tilfinningum sem sitja enn í vöðvaminni og vefjum líkamans.

Oft þarf ekki nema einstaka hugsun, upplifum, atvik eða ákveðna beitingu líkamans til þess að endurvekja þær gömlu tilfinningar, spennuna og streituna sem situr enn í líkamanum.

Vefir líkamans grípa og halda í spennu og áföll. Líkaminn bregst við því með því að skapa auka þéttni á því svæði sem áfallið átti sér stað til þess að passa okkur að við endurupplifum ekki áfallið, berskjölduð líkt og áður.


Er við byrjum loks að létta á líkamlegu spennunni og tilfinningafarginu sem situr í líkama og orkusviði byrjum við því að vaxa umfram gamla þægindarammans og við lærum að lesa dýpra í hvernig spenna tjáir sig í líkamanum og lífinu okkar.