Líkamleg og andleg næring fyrir þinn starfskraft

  • FRÆÐSLA UM LÍKAMAN ÖR- VINNUSTOFA

    Langar þitt fyrirtæki að styðja betur við langtíma heilsu starfsmanna þinna?

    Bókaðu skemmtilega og lifandi fræðslustund fyrir þinn vinnustað.

    Við fræðumst létt um líkaman og lærum einfaldar leiðir til þess að styðja betur við langtíma heilbrigði hans og bætta líðan.

    Öndunaræfingar, bætt líkamsstaða og einfaldar hreyfiæfingar sem nýtast manni bæði á vinnustað og í daglegu lífi.

  • ANDLEG NÆRING

    Liggjandi leidd djúpslökun og tónabað sem endurnærir, eflir athygli og innra jafnvægi.

    Liggjandi hugleiðsla er aðgengileg öllum. Hún krefst þess eins að viðkomandi slaki á og hlusti.
    Andleg næring sem er góð öllum. Við styrkjum hæfileikan að geta sleppt taki á streitunni og gefið eftir inn í innri kyrrð og ró.

  • LÍKAMLEG NÆRING

    Vinnufata jóga, pílates, hreyfiflæði og öndun. Finnum það sem hentar fyrir þinn vinnustað og þína einstöku starfskrafta.

    Höfum það létt og skemmtilegt, lyftum upp andanum og kveikjum á gleðinni!

 

BÓKAÐU HÉR